Sara Davíðs er ISSA einkaþjálfari, næringarþjálfari og hóptímakennari. Sara stofnaði ZONE þjálfun árið 2021 og hefur þjálfunin vaxið og stækkað ört síðan þá. Sara hefur brennandi áhuga á öllu sem viðkemur heilsu og heilbrigðum lífsstíl; hreyfingu, mataræði, hugarfari, útivist og markmiðasetningu og hefur margþættan bakgrunn tengdan íþróttum, heilsu & líkamsrækt. Áður en Sara hellti sér út í þjálfun gekk hún með hugmyndina að ZONE æfingakerfinu í maganum í ansi langan tíma þar sem það fékk að malla og þróast og varð að lokum að því sem það er í dag, eitthvað sem hún lýsir gjarnan sem æfingakerfi drauma sinna.
ZONE æfingakerfið samanstendur af skemmtilegum, fjölbreyttum & áhrifaríkum æfingum sem koma þér í frábært alhliða form, hressandi áskorunum, hvetjandi markmiðasetningu, næringarráðgjöf & uppbyggjandi verkefnum sem snúa að andlegu heilsunni - en allt þetta skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að því að ná alvöru langtíma árangri.
Sara trúir því að grunnurinn að því að ná árangri til lengri tíma sé að hafa ánægju af ferlinu og öllu sem því fylgir sem leiðir fólk að þeirra drauma árangri. Sara leggur mikið upp úr fljótlegum, kröftugum og umfram allt skemmtilegum æfingum í bland við jafnvægi í mataræði án öfga.
Endilega fylgdu Söru á Instagram og Tik tok þar sem hún er dugleg að deila ýmsum fróðleik, girnilegum uppskriftum og skemmtilegum æfingum sem þú getur nýtt þér!
Þann tíma sem ZONE þjálfun hefur verið starfandi, frá desember 2021, hefur Sara hjálpað yfir 900 stelpum & konum að bæta lífið sitt á svo margan hátt og kennt þeim meðal annars:
✔️ að finna/ upplifa ástríðu fyrir því að hreyfa sig markvisst & reglulega og gera hreyfingu að mikilvægum (og skemmtilegum) parti af deginum
✔️ að ná markmiðum sínum á heilbrigðan hátt án öfga
✔️ að öðlast meira sjálfstraust og líða betur í eigin skinni
✔️ að ögra sjálfum sér, fara út fyrir þægindarammann á ýmsum sviðum og prófa nýja hluti
✔️að það er hægt að ná árangri (og fullt af honum) án öfga þar sem ekkert er á bannlista
✔️..og svo miklu meira