"ZONE" hugmyndafræði Söru Davíðs hvað varðar hreyfingu, næringu & heilbrigðan lífsstíl snýst í grunninn um að hafa ánægju & fjölbreytni að leiðarljósi.
"Í mörg ár æfði ég & æfði, flakkaði á milli mataræða & kúra sem voru í tísku og leitaði að skyndilausnum endalaust.. sem gerði það eitt að skapa ákveðinn “jójó/ allt eða ekkert” vítahring & óheilbrigt samband við mataræði sem skilaði mér litlum sem engum árangri.
Það var ekki fyrr en fyrir ca 5-6 árum síðan sem ég gjörbreytti minni nálgun á hreyfingu & mataræði og fór að hugsa hlutina aðeins öðruvísi…
Síðustu 4 ár hef ég hjálpað yfir 900 stelpum & konum að brjótast út úr þessu sama mynstri, að byrja að elska hreyfingu og sýna þeim að það er hægt að ná árangri án kúra, öfga & skyndilausna á ánægjulegan hátt
Bottom line: Hugarfarið skiptir öllu máli. Ef ég gat breytt því hvernig ég hugsa um hreyfingu, mataræði & heilbrigðan lífstíl..þá geta það allir!
Þetta snýst í grunninn um að líða vel, finna jafnvægi, hafa gaman af því sem maður er að gera, fara út fyrir þægindarammann (e.the comfort zone) sem oftast, vera consistant í því sem maður er að gera & njóta ferðalagsins í staðinn fyrir að einblína bara á einhverja lokaútkomu & mikilvægast af öllu..að átta sig á því að þetta er langhlaup og góðir hlutir gerast hægt - þá verða til allskonar töfrar"
- - - - - -
ZONE æfingakerfið er svo miklu meira en “hið dæmigerða æfingaprógram” og er líklega töluvert frábrugðið öðrum prógrömmum sem þú hefur/munt prófa!
Í ZONE munt þú sjá að þú getur náð öllum þeim árangri sem þig dreymir um án öfga á skemmtilegan & raunsæjan hátt.
Markmið þjálfunarinnar er að þú komist í frábært alhliða form og getir gert allt sem þig langar þegar þig langar með “hybrid training” nálguninni sem prógrammið einblínir á.
Ef þú fylgir prógramminu markvisst & stöðugt og ferð eftir ráðleggingum þjálfara munt þú meðal annars:
Upplifa bætt þol sem hjálpar þér við að framkvæma alla þá hluti sem þig langar til þess að gera hverju sinni allt árið um kring hvort sem það er að hlaupa, hjóla, synda, skíða, ganga á fjöll osfr.
Finna líkamlegan styrk eflast með hverri viku
Upplifa breytt hugarfar hvað heilsu, hreyfingu, mataræði & heilbrigðan lífsstíl varðar
Sjá/upplifa þann árangur sem þig dreymir um að ná
Í ZONE æfingakerfinu er engin vika eins sem gerir það nánast ómögulegt að fá leið á því að fylgja prógramminu.
Í hverri viku eru settar upp fimm fjölbreyttar æfingar, hressandi áskorun vikunnar sem ýtir þér út fyrir þægindaramann í hverri viku, verkefni & pælingar fyrir þig sem snúa að hugarfari & andlegri heilsu, uppskriftir, fróðleikur & annað aukaefni. Þá færðu einnig ítarlegan máltíðabanka með fróðleik varðandi mataræði & hugmyndir að því hvernig þú getur bætt mataræðið þitt á einfaldan hátt.
Æfingakerfið er í heild sinni gríðarlega fjölbreytt (e.hybrid training) og mætti segja að æfingarnar séu blanda af hiit, lyftingum, crossfit, cardio, body building & mýkri hreyfingum á borð við pilates.