Próteinríkar bananamöffins

Purple Flower

Uppskriftir

Purple Flower

Uppskriftir

Purple Flower

Uppskriftir

Purple Flower

Uppskriftir

Það sem þarf (í ca 12 möffins)

  • 3 þroskaðir bananar

  • 2 egg

  • 185 gr grísk jógúrt

  • 75 gr sýróp (hægt að nota sykurlaust)

  • 1 tsk vanilludropar

  • 180 gr hafrar (malaðir í hveiti)

  • 1 scoop vanilluprótein 100% whey (ég nota vanilla icecream frá ON)

  • 2 tsk lyftiduft

  • 1 tsk matarsódi

  • dass af kanil

  • smá salt

  • Súkkulaðidropar / chunky skorið súkkulaði (td hægt að nota dökkt, sykurlaust, semi-sweet)



    Aðferð:

  1. Hita ofninn í 176 c

  2. Stappa banana & blanda saman í skál við öll “blautu” hráefnin; egg, grísk jógúrt, sýróp & vanilludropar

  3. Búa til “hveiti” úr höfrunum með því að mala þá, td í Nutribullet

  4. Bæta hafrahveitinu út í bananablönduna ásamt lyftidufti, matarsóda, kanil, próteindufti & salti

  5. Bæta súkkulaðidropunum út í deigið

  6. Skipta deiginu upp í muffins form - ætti að gefa 12-14 möffins

  7. Baka í ofni í 15-18 mínútur & njóta!!

 Endilega deildu því með mér þegar þú prófar uppskriftir frá mér - ég elska að fá skilaboð og/tagg á instagram @saradavidsd. Njóttu vel & verði þér að góðu xx