Epla nachos
Eina nachos uppskriftin sem við þurfum fyrir komandi haust- kósýkvöld!
Það sem þú þarft:
2-3 Epli - Notaðu þau epli sem þér finnst best. Ég elska pink lady epli svo ég nota þau í mína uppskrift - en græn epli eru líka mjög góð í þetta!
¼ - ⅓ bolli Hnetusmjör - Ég mæli með að velja sykurlaust hnetusmjör. Ég elska crunchy hnetusmjörið frá Whole Earth! Líka hægt að nota möndlusmjör ef þér finnst það betra!
Góð lúka af súkkulaðidropum - Líka hægt að nota dökkt súkkulaði sem er skorið í bita. Hægt að nota sykurlaust súkkulaði eða kakónibbur til þess að gera réttinn ennþá hollari,
Kókosflögur / kókosmjöl
Kanill
Val: Hunang eða sýróp (t.d sykurlaust)
Val: Lime/sítrónusafi
Aðferð:
Skerðu eplin í skífur (heilar eða hálfar)
Val: Stráðu lime/sítrónusafa yfir eplin
Raðaðu eplunum á disk/ bakka
Hitaðu hnetusmjörið (í örbylgju eða yfir vatnsbaði) þannig að það verði auðvelt að dreifa því yfir eplin
Dreifðu hnetusmjöri, súkkulaði og kókosflögum yfir eplin
Strá kanil yfir að lokum & njóta
Endilega deildu því með mér þegar þú prófar uppskriftir frá mér - ég elska að fá skilaboð og/tagg á instagram @saradavidsd. Njóttu vel & verði þér að góðu xx