Epla nachos

Uppskriftir

Uppskriftir

Uppskriftir

Uppskriftir

Eina nachos uppskriftin sem við þurfum fyrir komandi haust- kósýkvöld!

Það sem þú þarft:

  • 2-3 Epli - Notaðu þau epli sem þér finnst best. Ég elska  pink lady epli svo ég nota þau í mína uppskrift - en græn epli eru líka mjög góð í þetta!

  • ¼ - ⅓ bolli Hnetusmjör - Ég mæli með að velja sykurlaust hnetusmjör. Ég elska crunchy hnetusmjörið frá Whole Earth!  Líka hægt að nota möndlusmjör ef þér finnst það betra!

  • Góð lúka af súkkulaðidropum - Líka hægt að nota dökkt súkkulaði sem er skorið í bita. Hægt að nota sykurlaust súkkulaði eða kakónibbur til þess að gera réttinn ennþá hollari, 

  • Kókosflögur / kókosmjöl

  • Kanill 

  • Val: Hunang eða sýróp (t.d sykurlaust) 

  • Val: Lime/sítrónusafi

Aðferð: 

  1. Skerðu eplin í skífur (heilar eða hálfar)

  2. Val: Stráðu lime/sítrónusafa yfir eplin

  3. Raðaðu eplunum á disk/ bakka

  4. Hitaðu hnetusmjörið (í örbylgju eða yfir vatnsbaði)  þannig að það verði auðvelt að dreifa því yfir eplin

  5. Dreifðu hnetusmjöri, súkkulaði og kókosflögum yfir eplin 

  6. Strá kanil yfir að lokum & njóta 

Endilega deildu því með mér þegar þú prófar uppskriftir frá mér - ég elska að fá skilaboð og/tagg á instagram @saradavidsd. Njóttu vel & verði þér að góðu xx