Minn allra besti kaldi hafragrautur
Geggjuð orka inn í daginn sem bragðast eins og nammi..er til betra combó? P.s overnight oats eða kaldur hafragrautur (eins og þessi) er besta nesti sem til er!!
Það sem þú þarft:
30-40 gr hafrar
1 msk Chia fræ
1 msk kanill
1 msk saxaðar döðlur
Sykurlaus möndlumjólk
1-2 msk bragðlaust 100% whey prótein
1 tsk hnetusmjör
1/2 banani
Toppings eftir smekk t.d jarðaber, hnetusmjör, kókosflögur, epli, súkkulaðisósa,.
Aðferð:
Blanda öllu nema toppings saman í ílát/skál
Kæla í ísskáp í 30 mín eða yfir nótt
Toppa með því sem hugurinn girnist!
Macros
Cal: 426
Kolvetni: 47.6
Fita: 14.6
Prótein: 29
Endilega deildu því með mér þegar þú prófar uppskriftir frá mér - ég elska að fá skilaboð og/tagg á instagram @saradavidsd. Njóttu vel & verði þér að góðu xx