Próteinríkar pretzel brownies

Blue Flower

Uppskriftir

Blue Flower

Uppskriftir

Blue Flower

Uppskriftir

Blue Flower

Uppskriftir

Það sem þú þarft:

  • 2/3 dós Próteinbúðingur með súkkulaðibragði –  t.d frá Pro Pud!

  • 80 gr hveiti

  • 25 gr 100% whey súkkulaðiprótein

  • 1-2 msk kakó

  • 1/2 bolli sukrin

  • 2 egg

  • Smá salt

  • 20 gr pretzels (kramdar)

  • 40 gr súkkulaði skorið í bita (ég notaði sykurlaust – það má nota hvaða súkkulaði sem er) 

  • Pretzels sem topping (sjá mynd) 

Aðferð:

1.Blanda öllum hráefnum saman í skál

2.Setja blönduna í mót – ath hafa bökunarpappír undir

3.Toppaðu hvern ferhyrning með pretzels e.smekk

4.Bakaðu í ofni við 180 gráður í ca 12 mínútur

5.Skerðu í 6-12 bita

6.Sjúklega gott að bera fram með rjóma, grískri jógúrt, vanillyskyri eða jafnvel vanilluís! 

Endilega deildu því með mér þegar þú prófar uppskriftir frá mér - ég elska að fá skilaboð og/tagg á instagram @saradavidsd. Njóttu vel & verði þér að góðu xx