Weetabix súkkulaðibúðingur
Þegar þú vilt taka morgunmatinn þinn upp á næsta level..þá skelliru í þennan!
Það sem þú þarft:
1-2 Weetabix kubbar (ég nota alltaf prótein weetabix)
2-4 msk sykurlaus möndlumjólk
1/2 bolli grísk jógúrt með vanillu & kókos bragði
1-2 msk 100% whey prótein m.súkkulaðibragði
1/2-1 tsk kakó
Toppings eftir smekk t.d jarðaber, hnetusmjör, sykurlaust kex,..
Aðferð:
Mylja Weetabix í ílát
Bæta möndlumjólk út í – passa að setja ekki of mikið
Í skál blanda saman grískri jógúrt, kakó og próteini
Bæta jógúrt blöndunni ofan á Weetabix mulninginn
Kæla í ísskáp í amk 30 mínútur eða yfir nótt
Toppa með því sem hugurinn girnist t.d jarðaberjum, kakónibbum, hnetusmjöri, kókosflögum, oreo, osfr.
Endilega deildu því með mér þegar þú prófar uppskriftir frá mér - ég elska að fá skilaboð og/tagg á instagram @saradavidsd. Njóttu vel & verði þér að góðu xx