Weetabix súkkulaðibúðingur

Pink Flower

Uppskriftir

Pink Flower

Uppskriftir

Pink Flower

Uppskriftir

Pink Flower

Uppskriftir

Þegar þú vilt taka morgunmatinn þinn upp á næsta level..þá skelliru í þennan!

Það sem þú þarft:

  • 1-2 Weetabix kubbar (ég nota alltaf prótein weetabix)

  • 2-4 msk sykurlaus möndlumjólk

  • 1/2 bolli grísk jógúrt með vanillu & kókos bragði

  • 1-2 msk 100% whey prótein m.súkkulaðibragði

  • 1/2-1 tsk kakó

  • Toppings eftir smekk t.d jarðaber, hnetusmjör, sykurlaust kex,..

Aðferð:

  1. Mylja Weetabix í ílát

  2.  Bæta möndlumjólk út í – passa að setja ekki of mikið

  3. Í skál blanda saman grískri jógúrt, kakó og próteini

  4. Bæta jógúrt blöndunni ofan á Weetabix mulninginn

  5. Kæla í ísskáp í amk 30 mínútur eða yfir nótt

  6. Toppa með því sem hugurinn girnist t.d jarðaberjum, kakónibbum, hnetusmjöri, kókosflögum, oreo, osfr.

Endilega deildu því með mér þegar þú prófar uppskriftir frá mér - ég elska að fá skilaboð og/tagg á instagram @saradavidsd. Njóttu vel & verði þér að góðu xx