Æfing vikunnar - 30.september ("Kósý" cardio)
Ég mæli með 2-5 lotum af eftirfarandi rútínu ef þú vilt taka "heilalausa" þolæfingu á hlaupabretti - sem er bæði fljót að líða & brennir heilan helling!
Rútínan:
3 mín labb í halla (halli 12-14) á hraða 4.8-5.5
3 mín skokk (hraði 7-12)
3 mín Intervals: 30 sek sprettur/ 30 sek off (hoppa á hliðarnar á brettinu) x 3 umferðir
3 mín labb aftur á bakí halla (9-13) á hraða 3-4.5
*Ath passaðu að halda ekki í brettið þegar þú ert að labba í hallanum
Tími:
1 lota = 12 mín
2 lotur = 24 mín
3 lotur = 36 mín
4 lotur = 48 mín
5 lotur = 60 mín
Ég mæli eindregið með því að enda æfinguna á góðum kviðæfinga-hring & teygjum :)



